#23 Hjalti G. Hjartarson - Mini-Hjáveita - "Þú ert bara beisiklí að ryðga að innan"
Hjalti G. Hjartarson ólst upp við mikla hreyfingu og líkamlega getu, en þegar hann hóf háskólanám breyttist allt. Hreyfingin féll út, lífstíllinn tók aðra stefnu og áherslan færðist alfarið yfir á námið. Það sem gerir sögu hans enn áhugaverðari er bakgrunnur hans: pabbi hans er hjartalæknir, mamma hans taugalæknir og hann sjálfur með sterkan íþróttagrunn. Hjalti hafði því öll verkfæri til að lifa heilbrigðu lífi – en lífið gerist, og stundum fjarlægjumst við það sem við vitum að er gott fyrir okkur.