Á vettvangi
Heimildin
Overview
Episodes
Details
Í þáttunum fylgir Jóhannes Kr. Kristjánsson kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir í um tveggja mánaða skeið.
Recent Episodes
MAR 14, 2025
Bráðamóttakan #7 Hver mínúta mikilvæg
Í neyðartilvikum getur hver mínúta skilið á milli lífs og dauða - sérstaklega þegar um hjartastopp er að ræða. Þegar hjartahnoð hefst strax aukast lífslíkur sjúklingsins verulega. Þrátt fyrir þetta treysta sumir sér ekki til að veita aðstoð á vettvangi á meðan sjúkrabíll er á leiðinni á vettvang. Í seinni hluta þáttarins ræðum við mikilvægi þess að kunna fyrstu hjálp og hvernig rétt viðbrögð allra á vettvangi geta bjargað mannslífum. Við höldum áfram ferð okkar um bráðamóttökuna og kynnumst fjölbreyttum verkefnum starfsfólksins.Við heyrum sögu fjölskyldu sem starfar saman á bráðamóttökunni og hjónum sem starfa bæði sem þyrlulæknar. Við fylgjumst með þyrlunni lenda með fárveikan sjúkling við bráðamóttökuna og þegar sjúklingur með blóðtappa þarf tafarlausa aðstoð. Í fjóra mánuði hefur Jóhannes Kr. Kristjánsson verið á vettvangi bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í þáttaröðinni Á vettvangi sem unnin er fyrir Heimildina veitir hann einstaka innsýn í starfsemi bráðamóttökunnar, þar sem líf og heilsa einstaklinga er undir.
-1 MIN
MAR 7, 2025
Bráðamóttakan #6 Sprittgát á göngunum
Stundum þarf starfsfólk bráðamóttökunnar að fjarlægja sprittbrúsa af göngum bráðamóttökunnar svo sjúklingar komist ekki í alkóhólið. Oft eru vandamál við komu þessara sjúklinga - andleg vanlíðan. Í þættinum er kafað ofan í erfið tilfelli sem tengjast andlegri vanlíðan og alvarlegum afleiðingum áfengisdrykkju og vímuefnaneyslu. Þá koma fram ráð til fólks sem líður illa og hvað við sem samfélag getum gert til að hjálpa þeim. Í lok þáttarins fáum við fréttir um líðan móður þáttastjórnanda. Í fjóra mánuði hefur Jóhannes Kr. Kristjánsson verið á vettvangi bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í þáttaröðinni Á vettvangi sem unnin er fyrir Heimildina veitir hann einstaka innsýn í starfsemi bráðamóttökunnar, þar sem líf og heilsa einstaklinga er undir.
-1 MIN
FEB 28, 2025
Bráðamóttakan #5 Full meðferð að endurlífgun
Öldrunarlæknir hvetur fjölskyldur til að ræða meðferðartakmarkanir og óskir aldraðra ástvina þegar kemur að endurlífgun og þáttastjórnandi fylgir aldraðri móður sinni eftir í alvarlegum veikindum. Í þættinum fjöllum við einnig um flæði eldra fólksins um ganga bráðamóttökunnar og hvað það getur verið hættulegt fyrir þennan hóp að dvelja lengi á bráðamóttökunni. Í fjóra mánuði hefur Jóhannes Kr. Kristjánsson verið á vettvangi bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í þáttaröðinni Á vettvangi sem unnin er fyrir Heimildina veitir hann einstaka innsýn í starfsemi bráðamóttökunnar, þar sem líf og heilsa einstaklinga er undir.
-1 MIN
FEB 21, 2025
Bráðamóttakan #4 Einn og hálfur tími um nótt
Nánast um leið og Jón Ragnar Jónsson bráðalæknir hefur orð á að það sé óvenju rólegt á næturvakt eina helgina dynja áföllin á. Hann hefur rétt komið manni til lífs þegar neyðarbjallan hringir á deildinni.... Í fjóra mánuði hefur Jóhannes Kr. kristjánsson verið á vettvangi bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í þáttaröðinni Á vettvangi sem unnin er fyrir Heimildina veitin hann einstaka innsýn í starfsemi bráðamóttökunnar, þar sem líf og heilsa einstaklinga er undir.
-1 MIN
DEC 20, 2024
Einmanaleiki Á vettvangi einmanaleikans
Einmanaleikinn er áberandi á aðventunni og í þessum aukaþætti af Á vettvangi koma fram sögur af ísköldum einmannaleika á Íslandi. Í seinni hluta þáttarins kom fram ráð um það hvað við getum gert til að berjast gegn einmannaleikanum og sjá fólkið í kringum okkur.
-1 MIN
See all episodes