#137 – Fékk fyrsta flugmannsstarfið á þotu hjá Icelandair, en valdi að snúa aftur heim og flýgur nú hjá KLM út frá Schiphol. Spjallað um flugmannsstarfið hér og þar - Lennart Keizer
DEC 15, 202573 MIN
#137 – Fékk fyrsta flugmannsstarfið á þotu hjá Icelandair, en valdi að snúa aftur heim og flýgur nú hjá KLM út frá Schiphol. Spjallað um flugmannsstarfið hér og þar - Lennart Keizer
DEC 15, 202573 MIN
Description
Rætt er við Lennart Keizer flugmann á Boeing 737 hjá KLM, en hann byrjaði sinn flugmannsferil hjá Icelandair árið 2017 þegar Icelandair réð nokkurn hóp erlendra flugmanna til starfa hjá félaginu. Lennart flutti aftur til heimalandsins í fyrra þegar honum bauðst vinna hjá KLM og er í dag með heimahöfn á Schiphol í Amsterdam, þar sem viðtalið var tekið upp. Lennart lærði flugvirkjun og verkfræði og vann ýmist störf tengd fluginu áður en hann lét af því verða að læra til atvinnuflugmanns. Hann var kominn á fertugsaldur þegar honum bauðst flugmannsstaða hjá Icelandair á Boeing 757 fyrir um 7 árum síðan. Hollendingurinn segir hér frá upplifuninni að koma til Íslands til að vinna sem flugmaður. Spjallað er um muninn á flugrekstri KLM og Icelandair, kosti og galla og af hverju Lennart valdi að snúa aftur heim til Hollands á þessum tímapunkti á ferlinum. Upptakan fór fram í Amsterdam í byrjun desember 2025.