<p>Gestur þáttarins er Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstöðumaður hjá Icelandair. Sylvía starfaði áður hjá Landsvirkjun, þar sem hún var deildarstjóri jarðvarmadeildar, og hjá Amazon í Evrópu, bæði við rekstur og áætlanagerð sem og í vöruþróun á Kindle. Sylvía starfaði einnig um tíma hjá Seðlabanka Íslands og Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. <br>
<br>
Það sem er einstakt og skemmtilegt við Sylvíu er að hún hefur ótrúlega fallega nærveru, hún er róleg, samkvæm sjálfri sér og yfirveguð, á sama tíma og hún býr yfir gríðarlegri dýnamík, þekkingu, reynslu, og atorkusemi. Ég heillaðist strax af karakternum hennar þegar ég kynntist henni í verkfræðideild Háskóla Íslands hér um árið og hefur hún allar götur síðan sýnt og sannað hvers hún er megnug. </p>
<p><br></p>